Ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarnan hættir

Jenna Marbles er hætt.
Jenna Marbles er hætt. skjáskot/Youtube

Jenna Mourey, betur þekkt sem Jenna Marbles á samfélagsmiðlum, hefur ákveðið að loka youtube-rás sinni. Jenna var ein af þeim fyrstu sem slógu í gegn á samfélagsmiðlum.

Jenna tilkynnti í gær að hún ætlaði að hætta að framleiða myndbönd fyrir youtube-rás sína, en yfir 20 milljónir eru áskrifendur að henni. Í 11 mínútna löngu myndbandi útskýrir Jenna af hverju hún ætlar að hætta og biðst afsökunar á efninu sem hún hefur framleitt í gegnum tíðina.

Hún baðst sérstaklega afsökunar á myndbandi þar sem hún birtist í blackface-gervi og gerði grín að rapparanum Niki Minaj.

„Mig langaði til að segja ykkur að það var ekki ætlun mín að gera blackface-myndband. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta öðruvísi, en það skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að ég særði fólk. Ég er miður mín vegna þess. Þetta var ekki í lagi og er búið að vera á netinu allt of lengi,“ sagði Jenna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir