Hvar er Smith Jerrod í dag?

Jason Lewis.
Jason Lewis.

Margir muna eflaust eftir Jason Lewis sem sló í gegn sem Smith Jerrod kærasti Samönthu (Kim Cattrall) í þáttunum Beðmál í borginni fyrir hartnær tveimur áratugum. 

Lítið hefur borið á honum síðan þá en í dag er hann 49 ára og ljósu lokkarnir virðast víðs fjarri og skartar hann nú skeggi. 

Í sjónvarpsviðtali við The Morning Show veltir Lewis því fyrir sér af hverju þættirnir Beðmál í borginni hafi náð slíkum vinsældum.

„Ég held að það hafi eitthvað með kynlíf að gera. Öll góð skrif snúast um það að ná utan um það sem við erum að upplifa og handritshöfundunum tókst vel til með það á sama tíma og þættirnir voru fyndnir, skemmtilegir og nýjungagjarnir. En það var alltaf eitthvað hjartnæmt í hverjum þætti.“

Eftirminnilegt var þegar persóna hans rakaði af sér hárið til þess að styðja við Samönthu sem þá var að berjast við krabbamein. „Þetta var ein af mínum bestu upplifunum á tökustað. Allir sem léku í atriðinu höfðu sigrast á krabbameini og einn framleiðanda okkar einnig,“ segir Lewis. 

Lewis hefur sést í minni háttar hlutverkum í hinum og þessum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Þá er hann duglegur að ljá góðum málstaði lið en nú síðast starfar hann með samtökunum Best Buddies sem vilja rjúfa félagslega einangrun fólks. 

View this post on Instagram

👫 #satcofficial

A post shared by Sex & The City (@sex_and_the_city_official) on Jan 6, 2018 at 4:16pm PST

Sjónvarpsþættirnir Beðmál í borginni nutu mikilla vinsælda á tíunda áratug …
Sjónvarpsþættirnir Beðmál í borginni nutu mikilla vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. HO
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav