Hera gefur út plötu í dag

Hera gefur út plötuna Hera í dag.
Hera gefur út plötuna Hera í dag. Ljósmynd/Saga Sig

Söngkonan Hera Hjartardóttir sendir frá sér nýja plötu sem ber heitið Hera. Þetta er hennar tíunda breiðskífa og í þetta skiptið er það Barði Jóhannsson sem stýrir upptökum.  

Meðal laga á plötunni eru How Does a Lie Taste? sem kom út síðasta haust og hefur fengið góða spilun í útvarpi og Process sem náði meðal annars fyrsta sætinu á vinsældarlista Rásar 2.

Hera hefur að mestu leyti búið á Nýja Sjálandi undanfarin 24 ár, en er nú flutt aftur heim til Íslands. Platan hefur verið í vinnslu í rúm 3 ár og er tekin upp á Íslandi, Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum og masteruð í Bretlandi. Þetta er fyrsta sólóplata Heru í rúm 8 ár og sú fyrsta sem kemur út á vínyl ásamt því að koma út á geisladiski.

Lögin eru mjög persónuleg og snúast meðal annars um það að stoppa, hugsa og finna tengingu við náttúruna og núið.

Platan kemur út í dag 10. júlí á streymisveitur, vínyl og geisladisk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes