Frægir með miklu yngri maka

Sarah Paulson og Holland Taylor hafa verið lengi saman.
Sarah Paulson og Holland Taylor hafa verið lengi saman. AFP

Stundum spyr ástin ekki um aldur og margir láta margra áratuga aldursmun ekki á sig fá. Hér eru nokkur góð dæmi um hvernig ástin trompar aldursmun. 

Dolph Lundgren og Emma Krokdal - 38 ár

Leikarinn Dolph Lundgren er 62 ára og er nýtrúlofaður hinni 24 ára gömlu Emmu Krokdal sem starfar sem einkaþjálfari. Lundgren var áður giftur skartgripahönnuðinum Anette Qviberg og eiga þau tvær dætur saman, Idu og Grétu sem eru 18 og 24 ára.  

View this post on Instagram

Something very special happened here in Sweden. D❤️E

A post shared by Dolph Lundgren (@dolphlundgren) on Jun 16, 2020 at 1:41pm PDT

Susan Sarandon og Jonathan Bricklin - 31 ár

Leikkonan Susan Sarandon hefur síðustu ár verið í sambandi við mun yngri mann. Hún er 73 ára en hann 42 ára.

Susan Sarandon og Jonathan Bricklin.
Susan Sarandon og Jonathan Bricklin. Buzz Foto / Rex Features

Bernie Ecclestone og Fabiana Flosi - 45 ár

Formúlu-1 auðkýfingurinn Bernie Ecclestone er 89 ára en eiginkona hans Fabiana Flosi er 44 ára. Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman fyrir skömmu. Barnið er fyrsti sonur Ecclestone en fyrir á hann þrjár uppkomnar dætur.

Fabiana og Bernie eiga nú von á barni saman.
Fabiana og Bernie eiga nú von á barni saman. mbl.is/ap

Rowan Atkinson og Louise Ford - 29 ár

Breski leikarinn Rowan Atkinson er 65 ára en unnusta hans Louise Ford er 36 ára. Þau segja að aldurinn hafi aldrei truflað þau. Þau kynntust árið 2013 og eiga saman eina dóttur sem nú er tveggja ára. Fyrir átti Atkinson dóttur sem er 24 ára.

Louise Ford og Rowan Atkinson eru par.
Louise Ford og Rowan Atkinson eru par. Skjáskot af Daily Mirror

John Cleese og Jennifer Wade - 33 ár

Breski leikarinn John Cleese er 80 ára og er enn ungur í anda. Hann segist hafa loks hitt á rétta konu í fjórðu tilraun. Kona hans Jennifer Wade er 47 ára. 

Hjónin Jennifer og John Cleese.
Hjónin Jennifer og John Cleese. Skjáskot/Instagram

Bruce Willis og Emma Heming - 23 ár

Leikarinn Bruce Willis er 64 ára en kona hans er 42 ára. Hann féll fyrir henni árið 2007 þrátt fyrir 23 ára aldursmun og eiga þau tvær dætur saman. Fyrir á Willis þrjár dætur með Demi Moore sem allar eru á þrítugsaldri.

Bruce Willis og Emma Heming.
Bruce Willis og Emma Heming. AFP

Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness - 13 ár

Ástralski leikarinn Hugh Jackman er giftur eldri konu. Þau hafa verið gift í 24 ár. Hann er 51 árs en hún er 64 ára.

Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness.
Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness. AFP

Julianne Moore og Bart Freundlich - 9 ár

Leikkonan Julianne Moore er 59 ára en eiginmaður hennar Bart Freundlich er 50 ára. Þau hafa verið gift frá árinu 2003. 

Julianne Moore og Bart Freundlich
Julianne Moore og Bart Freundlich AFP

Sarah Paulson og Holland Taylor - 32 ár

Leikkonurnar Sarah Paulson og Holland Taylor hafa verið lengi saman og láta þriggja áratuga aldursmun ekki á sig fá.

Leikkonurnar Sarah Paulson og Holland Taylor eru hamingjusamar saman.
Leikkonurnar Sarah Paulson og Holland Taylor eru hamingjusamar saman. Skjáskot Mirror
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.