Benjamin Keough, dóttursonur tónlistarmannsins Elvis Presley, er látinn 27 ára að aldri. Keough var sonur Lisu Marie Presley.
Talsmaður móður hans sendi tilkynningu um andlátið til fjölmiðla í gærkvöldi. Keough lést í Calabasas í Kaliforníu í gær að því er fram kemur í tilkynningunni. Talsmaðurinn sagðist ekki vita með hvaða hætti andlátið bar að en samkvæmt heimildum TMZ er hann talinn hafa tekið sitt eigið líf.
Faðir Keough var tónlistarmaðurinn Danny Keough. Presley á þrjú önnur börn. Riley Keough sem er 31 árs og tvíburana Harper og Finley sem eru 11 ára.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218.
View this post on InstagramFlashback!!!! Backstage with Ben @opry on 8/21/12❤️
A post shared by Lisa Marie Presley (@lisampresley) on Jun 20, 2018 at 6:34pm PDT