Dóttursonur Elvis Presley látinn

Benjamin Keough er látinn.
Benjamin Keough er látinn. Skjáskot/Instagram

Benjamin Keough, dóttursonur tónlistarmannsins Elvis Presley, er látinn 27 ára að aldri. Keough var sonur Lisu Marie Presley. 

Talsmaður móður hans sendi tilkynningu um andlátið til fjölmiðla í gærkvöldi. Keough lést í Calabasas í Kaliforníu í gær að því er fram kemur í tilkynningunni. Talsmaðurinn sagðist ekki vita með hvaða hætti andlátið bar að en samkvæmt heimildum TMZ er hann talinn hafa tekið sitt eigið líf. 

Faðir Keough var tónlistarmaðurinn Danny Keough. Presley á þrjú önnur börn. Riley Keough sem er 31 árs og tvíburana Harper og Finley sem eru 11 ára.

View this post on Instagram

Flashback!!!! Backstage with Ben @opry on 8/21/12❤️

A post shared by Lisa Marie Presley (@lisampresley) on Jun 20, 2018 at 6:34pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.