Frédéric Boyer fer fyrir dagskrárnefnd RIFF

Frédéric Boyer fer fyrir dagskrárnefnd RIFF.
Frédéric Boyer fer fyrir dagskrárnefnd RIFF. Ljósmynd/Aðsend

Hinn þekkti dagskrárstjóri Frédéric Boyer fer fyrir dagskrárnefnd RIFF í ár og ber ábyrgð á keppnisflokknum Vitrunum. Flokkurinn er tileinkaður nýjum leikstjórum sem skara fram úr m.a. fyrir að nota nýjar leiðir til miðlunar. 

Nefndin er ein burðarstoða RIFF og í henni sitja auk Boyer, Hrönn Marinósdóttir, Guðrún Helga Jónasdóttir, Ana Catala og Giorgio Gosetti.

Það viðamikla verkefni bíður nú nefndarmeðlima að velja úr þeim fjölmörgu kvikmyndum sem hafa borist á hátíðina en umsóknarfrestur er til og með 15. júlí næstkomandi.

„Í kvikmyndum gefst einstakt tækifæri til að varpa ljósi á margvísleg baráttumál í samfélaginu líkt og t.d. hreyfingar á borð við #metoo og Black Lives Matter.  Þemað nægir þó ekki eitt og sér heldur skiptir mestu máli að myndin sé góð og að efni hennar geti orðið kveikjan að áhugaverðum samræðum.   Pallborðsumræður og þetta lifandi samfélag í kringum kvikmyndirnar er það sem mér finnst áhugaverðast í þessu starfi,” segir Frédéric.

Frédéric hóf feril sinn á vídeóleigu í París og og er í dag listrænn stjórnandi Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York og Les Arcs European Film Festival sem eru meðal þekktustu kvikmyndahátíða heims. Hann hefur einnig verið aðal dagskrárstjóri Directors’ Fortnight hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

„Það gleður mig mjög að vinna á RIFF og auka hróður hátíðarinnar enn meira. Hátíð sem þessi er mjög mikilvæg landkynning og um leið frábær vettvangur fyrir íslenskt kvikmyndagerðarfólk til að kynnast erlendum kollegum,“ segir Frédéric.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, fer fram dagana 24. september til 4. október. Hátíðin hlýtur í ár svokallaðan Creative Europe - Media styrk Evrópusambandsins sem er veittur framúrskarandi kvikmyndahátíðum í Evrópu og nemur nærri átta milljónum króna. Einnig er hátíðin stofnmeðlimur Europa film festivals, nýrra, evrópskra hagsmunasamtaka kvikmyndahátíða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav