Víkingur Heiðar fékk gullplötu fyrir Bach

Víkingur Heiðar Ólafsson tók í dag við gullplötunni í Hörpu …
Víkingur Heiðar Ólafsson tók í dag við gullplötunni í Hörpu úr hendi Halldórs Baldvinssonar, útgáfustjóra hjá Öldu Music. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur Heiðar Ólafsson fékk í dag afhenta gullplötu fyrir sölu á plötunni Johann Sebastian Bach. Platan hefur selst í yfir 2.500 eintökum á Íslandi frá því hún kom út árið 2018 og fær því viðurkenningu sem er staðfest af Félagi hljómplötuframleiðenda.Platan er gefin út af hinu virta alþjóðlega hljómplötufyrirtæki Deutsche Grammophon en Alda Music dreifir henni á Íslandi.

Á plötunni leikur Víkingur verk eftir þýska meistarann Johann Sebastian Bach og er hún önnur platan með leik hans sem kemur út á vegum Deutsche Grammophon. Árið 2017 kom út plata þar sem hann leikur etýður eftir Philip Glass og fyrr á þessu ári kom síðan út plata með túlkun Víkings á verkum eftri Rameau og Debussy. Víkingur mun flytja verk af þeirri plötu á þrennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í október.

Tónleikarnir áttu að opna Listahátíð í Reykjavík í vor en hefur verið seinkað vegna kórónuveirufaraldursins. Uppselt er á tónleikana 9. og 10. október,  þar sem 800 gestir geta verið á hverjum tónleikum vegna fjöldatakmarkana, en nokkur sæti eru enn laus á tónleikana 11. október.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.