Bókasafnsbók skilað eftir 57 ára útlán

Bókinni var skilað 57 árum of seint.
Bókinni var skilað 57 árum of seint. Ljósmynd/Middlesbrough Libraries

Bók sem var lánuð út á bókasafni í Middlesborough í Bretlandi fyrir tæplega 60 árum skilaði sér í hús í síðustu viku. Skilafrestur á henni rann út 21. desember 1962. 

Bókin var skilin eftir í skilahólfi Middlesbrough Central-bókasafnsins í síðustu viku. Sektin fyrir sein skil hefði verið yfir 500 pund en í heimsfaraldrinum ákvað bókasafnið að hætta tímabundið að sekta fólk fyrir að skila bókum seint. 

Nafn þess sem fékk bókina lánaða er óþekkt. 

Bókasafnsvörðurinn Davidd Harrington sagði í viðtali við BBC að þau væru mjög þakklát þeirri manneskju sem skilaði bókinni þar sem bókin kemst aftur á hillur bókasafnsins til útláns fyrir komandi kynslóðir. Hann hvetur alla þá sem liggja á bókum sem komnar eru fram yfir skiladag að skila bókunum á meðan ekki er sektað fyrir að skila seint.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes