Bókasafnsbók skilað eftir 57 ára útlán

Bókinni var skilað 57 árum of seint.
Bókinni var skilað 57 árum of seint. Ljósmynd/Middlesbrough Libraries

Bók sem var lánuð út á bókasafni í Middlesborough í Bretlandi fyrir tæplega 60 árum skilaði sér í hús í síðustu viku. Skilafrestur á henni rann út 21. desember 1962. 

Bókin var skilin eftir í skilahólfi Middlesbrough Central-bókasafnsins í síðustu viku. Sektin fyrir sein skil hefði verið yfir 500 pund en í heimsfaraldrinum ákvað bókasafnið að hætta tímabundið að sekta fólk fyrir að skila bókum seint. 

Nafn þess sem fékk bókina lánaða er óþekkt. 

Bókasafnsvörðurinn Davidd Harrington sagði í viðtali við BBC að þau væru mjög þakklát þeirri manneskju sem skilaði bókinni þar sem bókin kemst aftur á hillur bókasafnsins til útláns fyrir komandi kynslóðir. Hann hvetur alla þá sem liggja á bókum sem komnar eru fram yfir skiladag að skila bókunum á meðan ekki er sektað fyrir að skila seint.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.