Góðgerðarsamtök tilkynntu hjónabandið

Scarlett Johansson og Colin Jost eru gengin í það heilaga.
Scarlett Johansson og Colin Jost eru gengin í það heilaga. AFP

Leikkonan Scarlett Johansson og leikarinn Colin Jost gengu í það heilaga um síðastliðna helgi. Góðgerðarsamtökin Meals on Wheels tilkynntu brúðkaup stjarnanna en samtökin beita sér fyrir velferð eldra fólks í Bandaríkjunum. 

Í tilkynningunni kemur fram að Johansson og Jost hafi unnið með samtökunum á meðan heimsfaraldurinn hefur geisað og það sé brúðkaupsósk þeirra að fólk styðji við samtökin. 

Athöfnin var lítil og aðeins þeirra nánustu vinir og fjölskylda voru viðstödd og öryggisráðstafanir gerðar vegna kórónuveirunnar. 

Johansson og Jost kynntust árið 2017 þegar hún kom fram í Saturday Night Live, en hann er í höfundateymi þáttanna. Þau trúlofuðu sig í maí 2019. 

Johansson er tekjuhæsta leikkona í heiminum um þessar mundir og á það að þakka hlutverki sínu í Black Widow-kvikmyndunum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.