RIFF tekur þátt í Kolapse

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, er meðal þeirra sem taka þátt í Kolapse, rafrænum vettvangi sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar munu sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér, að því er fram kemur í tilkynningu.
Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa nokkur andartök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum.


Hófst í Argentínu


Kolapse hefst 19. nóvember og stendur yfir til 21. febrúar á næsta ári og er lýst sem vettvangi sem orðið hafi til í Argentínu fyrir um ári. Edo Costantini, stjórnandi Kabinett í samstarfi við stjórnvöld þar i landi, tónlistarkonan Patti Smith og fleiri ræddu þá aðsteðjandi vanda sem heimsbyggðin glímdi nú við og hvernig Argentína gæti verið í forystuhlutverki í baráttunni gegn þeim ógnum.

Tónlistarkonan heimskunna Patti Smith.
Tónlistarkonan heimskunna Patti Smith. Rax / Ragnar AxelssonÍ tilkynningu segir að RIFF hafi í dagskrársetningu sinni undanfarin ár lagt áherslu á málefni sem þessi, svo sem í flokknum Betri heimur þar sem kastljósinu sé jafnan beint að stöðu heimsins og þeim vandamálum sem steðji að og tengist m.a. loftslagsmálum. „Getum við haldið áfram endalaust eins og ekkert hafi í skorist? Getur jörðin þolað þennan ágang? Hver er siðferðisvitund okkar gagnvart okkur sjálfum og öðrum? Svör við slíkum spurningum halda okkur á RIFF við efnið; okkar ástríða er að koma áhugaverðum og brýnum skilaboðum um ástand heimsins á framfæri með sýningu úrvals kvikmynda og ýmiss konar umræðum og uppákomum. Við teljum að betri heimur sé mögulegur og kvikmyndir geti verið þar í lykilhlutverki. Þær hafa kraftinn til að koma á breytingum sem eru þarfar og mikilvægar,“ segir í tilkynningu frá RIFF.


Þrjú verk


RIFF kynnir þrjú verk á hátíðinni, opnunarmyndina Last And First Men eftir Jóhann Jóhannson heitinn og sýnt verður auk hennar viðtal við kvikmyndatökumann myndarinnar, Sturlu Brandt Grövlen, um gerð myndarinnar. Önnur myndin er hin austurríska Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og verður einnig flutt TED-spjall Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og kvikmyndagerðarmanns, um nýjustu bók hans, Um tímann og vatnið, sem tekið var upp sérstaklega í samvinnu við Iceland Naturally á ensku auk sérstaks viðburðar Um tímann og vatnið með Andra Snæ og Högna Egilssyni sem tekið var upp í Borgarleikhúsinu í síðustu viku og er samstarfsverkefni við Nordic-safnið í Seattle í Bandaríkjunum og Kolapse. Anní Ólafsdóttir leikstýrir því myndbandi og Lind Höskuldsdóttir klippti það.

Frekari upplýsingar má finna á wearekabinett.com og hér má sjá stutta stiklu fyrir Last and First Men:

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.