Salka Sól tekur við af Björgu og Gísla Marteini

Salka Sól byrjar með nýjan morgunþátt á laugardögum eftir áramót. …
Salka Sól byrjar með nýjan morgunþátt á laugardögum eftir áramót. Björg Magnúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson stjórnuðu áður þætti á sama tíma. Samsett mynd

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld byrjar með nýjan morgunþátt á laugardagsmorgnum eftir áramót. Þáttur Sölku Sólar byrjar strax eftir tíufréttir á laugardagsmorgnum. Fjölmiðlafólkið Björg Magnúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson var með vinsælan morgunþátt á sama tíma. 

Í nýrri útvarpsauglýsingu á Rás 2 má heyra Sölku Sól segja frá nýja þættinum sem ber einfaldlega nafnið Salka Sól þegar dagskrá Rásar 2 er skoðuð. 

Salka Sól er með þáttinn Salka Sól á Rás 2.
Salka Sól er með þáttinn Salka Sól á Rás 2. Skjáskot/Rúv

Morgunþáttur Bjargar og Gísla Marteins var nokkuð vinsæll og ekki fór fram hjá hlustendum þáttarins að stjórnendurnir tóku ekki ákvörðun sjálf um að hætta. Var niðurskurði um að kenna að þátturinn Morgunkaffið fór af dagskrá. „Neibb, því miður alveg hætt. Rás 2 að spara,“ skrifaði Gísli Marteinn meðal annars á Twitter.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.