Hildur Guðnadóttir er Hafnfirðingur ársins

Hildur Guðnadóttir tekur við Óskarsverðlaununum.
Hildur Guðnadóttir tekur við Óskarsverðlaununum. AFP

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er Hafnfirðingur ársins 2020. Hildi þarf vart að kynna fyrir lesendum enda vann hún til nánast hverra einustu verðlauna sem tónskáld getur unnið til á liðnu ári. Hildur vann til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í myndinni Joker, fyrst Íslendinga, og fékk hún sex önnur verðlaun fyrir sama verk, þar á meðal Golden Globe-verðlaun.

Þá fékk Hildur Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl í janúar í fyrra. Hildur var einnig sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar í fyrra.

Hildur er fædd og uppalin í Hafnarfirði en býr núna í Berlín ásamt eiginmanni sínum, Sam Slater, og syni þeirra, Kára. Hildur gekk í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði áður en hún lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.