Fyrstu alíslensku þorralögin komin á Spotify

Ragga Gísla samdi fyrstu alíslensku þorralögin.
Ragga Gísla samdi fyrstu alíslensku þorralögin. mbl.is

Þorralögin eftir Ragnhildi Gísladóttur, við texta Steinunnar Þorvaldsdóttur, eru nú aðgengileg á Spotify. Halldór G. Pálsson fjallabróðir sá um upptökur. Flutning annast hljómsveitin Spraðabassar en hana skipa auk þeirra Ragnhildar og Halldórs Bryndís Jakobsdóttir, Sverrir Bergmann, Tómas Jónsson og Magnús Magnússon.

„Eins furðulega og það kann að hljóma eru þetta fyrstu alíslensku þorralögin,“ segir Ragnhildur. „Þau lög sem við tengjum yfirleitt við þennan mánuð, sbr. Nú er frost á Fróni, eru öll erlend.“

Í bókinni Velkominn þorri, sem kom út árið 2010 hjá bókaforlaginu Sölku, tóku þær Ragnhildur og Steinunn saman ýmsan fróðleik um þorrann og þorrahefðirnar og kynntu jafnframt tvö ný lög um þorrann, Velkominn þorri og Þorrinn er kominn.

Í kjölfarið sömdu þær tvö önnur lög, Bóndadagshopp og Þorragleðigleðigaman, sem komu út á diskinum Þorralögin árið 2011, ásamt hinum tveimur. Árið 2017 bættust svo við lögin Reynir að gera gott úr því og Þorralitirnir, sem voru kynnt á þorranum það ár í sjónvarpsþætti ríkissjónvarpsins, en hann byggðist á samantekt þeirra Ragnhildar og Steinunnar um þorrann.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.