Nektarmynd Rihönnu vekur reiði á Indlandi

Umrædd nektarmynd Rihönnu.
Umrædd nektarmynd Rihönnu. Ljósmynd/Twitter

Tónlistarkonan Rihanna hefur verið sökuð um að gera lítið úr guði hindúa eftir að hún birti mynd af sér berri að ofan með hálsmen með lítill Ganesha-styttu um hálsinn. Myndin hefur vakið mikla reiði í Indlandi. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rihanna vekur reiði á Indlandi en fyrir nokkrum vikum tjáði hún sig um mótmæli indverskra bænda gegn stjórnvöldum

Rihanna birti myndina af sér á bæði Instagram og Twitter. Þar er hún klædd í nærbuxur úr karlanærfatalínu sinni og ber að ofan. Hún heldur um brjóst sér en er með men um hálsinn.

Rihanna er með 100 milljónir fylgjenda á Twitter og 91 milljón fylgjenda á Instagram. 

Samfélagsmiðlanotendur og stjórnmálamenn á Indlandi hafa tjáð sig um mynd Rihönnu á Twitter og sagt hana vera að niðurlægja menningu Indlands og hindúisma. 

„Það er ömurlegt að sjá hvernig Rihanna gerir lítið úr okkar elskaða hindúaguði Ganesha. Þetta sýnir að hún hefur enga tilfinningu eða virðingu fyrir indverskri menningu, hefðum og málefnum hér,“ skrifaði stjórnmálamaðurinn Ram Kadam.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.