Sjóðandi í Saturday Night Live

Regé-Jean Page.
Regé-Jean Page. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Regé-Jean Page sló í gegn í Saturday Night Live sem sýndur var á laugardagskvöldið síðasta í Bandaríkjunum. Page er einn umtalaðasti leikari í heimi um þessar mundir en hann sló eftirminnilega í gegn sem hertoginn af Hastings í þáttunum Bridgerton á Netflix. 

Page sigraði hug og hjarta fólks um allan heim í þáttunum og hélt uppteknum hætti í Saturday Night Live. Mikið hefur verið gert úr að persóna hans í þáttunum sé rómantísk. Page sagðist þó bara vera venjulegur gaur í upphafsatriði sínu. 

Þá sagðist hann bara vera svolítill nörd sem nyti þess að syngja kjánaleg lög rétt áður en hann brast í söng og flutti upphafslínur lagsins Unchained Melody með The Righteous Brothers. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það varst þú sem hleyptir verkefninu af stað. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það varst þú sem hleyptir verkefninu af stað. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.