Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt

Aðstoðarmaður Lady Gaga var skotinn fjórum sinnum í bringuna og …
Aðstoðarmaður Lady Gaga var skotinn fjórum sinnum í bringuna og tveimur hundum hennar stolið í árásinni. AFP

Tveir menn réðust á Ryan Fischer, aðstoðarmann tónlistarkonunnar Lady Gaga, í West Hollywood í Los Angeles í gærkvöldi. Fischer var fyrir utan heimili sitt að viðra hunda söngkonunnar sem er í fríi á Ítalíu. 

Árásarmennirnir stálu tveimur af þremur hundum söngkonunnar og hurfu út í nóttina á hvítri BMW bifreið að sögn lögreglunnar. Þegar lögregla kom á vettvang var Fischer með meðvitund en illa haldinn. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið.

Hundar Lady Gaga eru franskir bolabítar og bera nöfnin Koji, Miss Asia og Gustavo. Árásarmennirnir rændu þeim Koji og Gustavo en Miss Asia kom í leitirnar á vettvangi. 

Daily Mail

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.