„Vorum alveg í „me too“-umhverfi“

Steinunn Camilla rekur nú umboðsskrifstofu á Íslandi með samstarfskonu sinni.
Steinunn Camilla rekur nú umboðsskrifstofu á Íslandi með samstarfskonu sinni. Ljósmynd/Michelle Darlene

„Við lentum í dinnerum þar sem voru lagðar hendur á bak og læri og alveg óþarfa hlutir en við vorum þrjár og ég þakka fyrir það,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir um reynsluna af tónlistarbransanum í Los Angeles.

„Við vorum alveg í „me too“-umhverfi en við vorum náttúrulega þrjár saman og það hjálpaði rosalega.“

Umboðsmaðurinn Steinunn Camilla eða Steinunn í Nylon eins og einhverjir þekkja hana var gestur í öðrum og þriðja þætti í hlaðvarpinu Öll trixin með Einari Bárðarsyni.

Eins og flestir vita stofnaði Einar Nylon-flokkinn á sínum tíma og unnu þau því saman um nokkurra ára skeið.

Charlies með Bruno Mars og fleirum.
Charlies með Bruno Mars og fleirum. Ljósmynd/Aðsend

Klárlega umboðsmenn Íslands

Einar og Steinunn fóru um víðan völl í spjalli og sagði Steinunn meðal annars frá tímanum og ævintýrunum í Los Angeles með þeim Ölmu og Klöru sem mynduðu með henni hljómsveitina Charlies. Þá sagði hún frá því hvernig talað var niður til hennar þegar hún kom hingað heim og hefði verið eins og fólk hefði afskrifað hana. 

Í dag rekur Steinunn umboðsskrifstofuna Iceland Sync með samstarfskonu sinni henni Soffíu Kristínu og eru þær með listafólk eins og Bríet, Auð, Krassa Sig, Cell7 og Klöru Elías á sínum snærum. 

„Þær eru klárlega umboðsmenn Íslands í dag,“ segir Einar um Steinunni og Soffíu.

Þættina má nálgast á hlaðvarpsvef mbl.is.

Steinunn Camilla og Auður.
Steinunn Camilla og Auður. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson