Tómarúm í lífi drottningar

Elísabet Englandsdrottning segir að mikið tómarúm hafi myndast í lífi hennar í kjölfar andláts eiginmanns hennar, Filippusar prins. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir syni þeirra, Andrew prinsi.

Andrés prins  segir að hann finni til með móður sinni sem sennilega eigi erfiðast í kjölfar dauða hans. 

John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé kjörið tækifæri fyrir konungsfjölskylduna til að ná sáttum nú þegar sorgin sameinar hana. Major, sem varð fjárhaldsmaður Vilhjálms og Harrys þegar móðir þeirra, Díana prinsessa, lést, segist vonast til þess að bræðurnir bindi enda á þann núning sem mögulega sé á milli þeirra núna og að drottningin verði að fá tíma og næði til þess að syrgja eiginmann sinn. 

Harry mun koma fljúgandi frá Bandaríkjunum til að vera við útför afa síns en eiginkona hans, Meghan, verður eftir heima í Kaliforníu að læknisráði en þau hjónin eiga von á barni í sumar. 

Frétt BBC

AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.