Enn gift 25 árum seinna

Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness árið 2018 og árið 1996.
Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness árið 2018 og árið 1996. Samsett mynd

Hjónabönd í Hollywood eru þekkt fyrir stuttan líftíma. Leikarinn Hugh Jackman náði þó þeim stóra áfanga að fagna silfurbrúðkaupi um helgina en á sunnudaginn voru 25 ár liðin síðan hann og leikkonan Deborra-Lee Furness gengu í hjónaband. 

Hinn 52 ára gamli Jackman og hin 65 ára gamla Furness kynntust þegar þau léku saman í áströlsku sjónvarpsþáttunum Correlli árið 1995. Ári seinna gengu þau í hjónaband og eiga þau saman tvö börn. 

„Að vera kvæntur Deb er eins eðlilegt og að anda,“ skrifaði Jackman á Instagram og birti gamlar brúðakaupsmyndir. Hann greindi einnig frá því að hann hefði ekki verið lengi að átta sig á því að örlög þeirra tveggja væru að vera saman. Með árunum hefur ástin bara styrkst. 

Hugh Jackman og Deborra-lee Furness árið 2018.
Hugh Jackman og Deborra-lee Furness árið 2018. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.