Gerði nýja erfðaskrá þegar hún veiktist

Pink óttaðist um líf sitt þegar hún veiktist af kórónuveirunni.
Pink óttaðist um líf sitt þegar hún veiktist af kórónuveirunni. AFP

Tónlistarkonan Pink veiktist illa af kórónuveirunni á síðasta ári. Pink var svo hrædd um heilsu sína að hún gerði nýja erfðaskrá. 

Pink og sonur hennar, Jason Moon, veiktust af kórónuveirunni í apríl á síðasta ári. Eiginmaður hennar Carey Hart og dóttir þeirra Willow Sage smituðust ekki. 

„Þetta var virkilega, virkilega slæmt, og ég gerði nýja erfðaskrá,“ sagði Pink í viðtali við ExtraTV

Hún segir að um tíma hafi hún óttast að hvorki hún né sonur hennar fjögurra ára myndu hafa þetta af.

„Ég hringdi í bestu vinkonu mína og bað hana að segja Willow hversu heitt ég elskaði hana. Ég gerði hana mjög, mjög hrædda,“ sagði Pink. Hún segir að þegar maður upplifi svona hræðslu sem foreldri fari maður að hugsa um hvaða áhrif maður hafi haft á barnið. 

„Hvað skil ég eftir fyrir barnið mitt? Hvað hef ég kennt þeim? Munu þau komast af í þessum heimi? Og hvað þarf ég að segja þeim ef þetta er í síðasta skiptið sem ég get það?“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.