Reykjavíkurdætur duttu í lukkupottinn

Reykjavíkurdætur í nýja myndbandinu við Lófatak.
Reykjavíkurdætur í nýja myndbandinu við Lófatak. Ljósmynd/Aðsend

Reykjavíkurdætur gefa í dag út nýtt myndband við lagið Lófatak. Lófatak er fjórða lagið sem kemur út af nýrri breiðskífu Reykjavíkurdætra, Soft Spot. Listakonurnar Ugla Hauksdóttir og Anna Kolfinna Kuran leikstýra myndbandinu en samstarfið hófst í flugvél þegar Reykjavíkurdóttirin Steiney Skúladóttir hitti fyrir tilviljun kvikmyndagerðarkonuna Uglu. 

Myndbandið var tekið upp í íþróttasal Melaskóla sem skapar ákveðna stemningu í anda myndbandsins Oops I did it again með Birtney Spears. Saman við það blandast húllahringjadrama og sturtuklefamenning.  

„Það var svo ógeðslega gaman að gera þetta myndband. Við duttum eiginlega bara alveg í lukkupottinn. Steiney hafði hitt Uglu í flugvél og byrjað að spjalla um mögulegt samstarf og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Hún og Anna fengu alls konar toppmanneskjur með sér í lið og úr varð eitthvert geggjað fallegt og listrænt myndband bara á heimsmælikvarða,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir um nýja myndbandið.

Þuríður Blær Jóhannsdóttir segir það hafa verið ógeðslega gaman að …
Þuríður Blær Jóhannsdóttir segir það hafa verið ógeðslega gaman að taka upp myndband við lagið Lófatak. Ljósmynd/Aðsend

Ugla er leikstjóri á heimsvísu og vinnur meðal annars að þáttaröð fyrir  Amazon Studios upp úr bókinni The Power eftir Naomi Alderman. Anna Kolfinna kemur hins vegar úr dansheiminum. 

„Við Anna Kolfinna þekktumst síðan úr Götuleikhúsinu fyrir svona 100 árum og mér hefur alltaf fundist hún frábær listamaður. Uglu þekkti ég ekki persónulega en vissi auðvitað af henni. Ég var eiginlega bara alveg „starstruck“ að hitta hana og upp með mér að hún hefði svona mikinn áhuga á að vinna með okkur. Þær báðar eru sturlaðir listamenn og allir sem komu að þessu eru það líka. Hef bara sjaldan séð aðra eins fagmennsku. Enda er myndbandið ótrúlega fallegt. Það kveður við annan tón í þessu myndbandi hjá Reykjavíkurdætrum sem er alveg í takt við nýju plötuna okkar. Við erum stöðugt að þroskast og þróa okkar raddir. Ég hlakka til þess sem tekur við næst.“

Hægt er að horfa á myndbandið í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.