Neikvætt próf hjá Daða

Frá æfingu Daða & Gagnamagnsins.
Frá æfingu Daða & Gagnamagnsins. AFP

Seinni skimun fyrir Covid-19 hjá Daða Frey Eurovisionfara skilaði neikvæðu prófi og er Daði því laus úr sóttkví. 

Frfá þessu greinir hann á twitterreikningi sínum. 

Daði og Gagnamagnið munu þó ekki stíga á svið í Rotterdam eins og áður hefur verið greint frá. 

Í samtali við mbl.is segir Felix Bergsson, hópstjóri íslenska Eurovision-hópsins, að núna séu allir í hópnum komnir úr sóttkví nema þrír; Jóhann í Gagnamagninu sem smitaðist af Covid-19, Stefán úr Gagnamagninu og starfsmaður Ríkisútvarpsins sem reyndist einnig smitaður af Covid-19.

Stefán í Gagnamagninu var í meiri samskiptum en aðrir við Jóhann áður en ljóst var að hann væri smitaður og var því gert að vera í lengri sóttkví en aðrir í hópnum. 

Hópurinn mun horfa saman á keppnina í kvöld með svipuðu sniði og sást á fimmtudagskvöldið. Felix segir ekki sömu fjarlægðartakmarkanir gilda þar sem hópurinn sem verður saman er laus úr sóttkví. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes