OnlyFans-stjarna fékk hjartaáfall

Skjáskot/Instagram

Nektardansarinn og OnlyFans-stjarnan tvítuga, Briatney Portillo, fékk hjartaáfall í kjölfarið af áskorun sem hún tók þátt í á samfélagsmiðlinum TikTok. Áskorunin felst í því að gleypa stóra skeið af óblönduðu fæðubótarefni. Neðar í fréttinni má sjá áskorunina framkvæmda af notendum TikTok.

Briatney Portillo segir að hún hafi verið vön að taka fæðubótarefnið samkvæmt ráðlögðum dagsskammti fyrir æfingar í ræktinni og áður en hún fer á svið fyrir OnlyFans og í nektardansinum. Þá blandar hún fæðubótarefnið í vatn og vökvablandan veitir henni aukið úthald og kraft.

En í þetta örlagaríka skipti rétt áður en Portillo byrjar æfingu í ræktinni ákvað hún að taka TikTok-áskoruninni. Þegar hún hafði skóflað í sig skeið af óblönduðu fæðubótarefninu fór henni að líða einkennilega. „Ég fann fyrir miklum kláða og dofa um líkamann,“ segir hún og fór í kjölfarið á veraldarvefinn og þaðan á leitarvélina Google og fann upplýsingar um að þetta væru eðlileg viðbrögð líkamans samkvæmt heimasíðu fæðubótarefnisins.

Skjáskot/Instagram

Hún kláraði svo æfinguna í ræktinni þrátt fyrir að hafa einnig fundið verk fyrir brjósti og segir: „Ég hélt að þetta væri bara mitt venjulega kvíðakast sem var kannski örlítið verra því ég var svo að fara að sýna nektardans. Þannig að ég ákvað að vera ekkert að hugsa of mikið um þetta og halda áfram með æfinguna því ég ætti að mæta bráðum á nektardansstaðinn.“ 

Skjáskot/Instagram

Þegar Briatney Portillo mætir á nektardansstaðinn og byrjar að undirbúa sig fyrir atriðið sitt fær hún hjartaáfall. „Ég fór að svitna þrátt fyrir að vera bara í bikiníi,“ segir Portillo og fann meiri verk en áður fyrir brjósti sem leiddi svo út í vinstri handlegg sem fór þá að dofna, þá vissi hún að þetta væri hjartaáfall. 

Hún var sótt af sjúkraflutningamönnum og keyrð á næsta sjúkrahús þar sem heilbrigðisstarfsfólk átti erfitt með að trúa tvítugu OnlyFans-stjörnunni sem sagðist vera viss um að hafa fengið hjartaáfall. Rannsóknir sýndu svo hátt trópónín í blóði Portillo sem staðfesti hjartaáfall. Hún var útskrifuð sólarhring síðar eftir að hafa fengið mjög vægt hjartaáfall. Samkvæmt frétt Independent var fæðubótarefnið sem Portillo tók ósamþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu

View this post on Instagram

A post shared by Bri (@brivtny)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.