Scarlett Johansson gagnrýnir klámvæðingu í Iron Man

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AFP

Leikkonan Scarlett Johansson gagnýnir hvernig persóna hennar Black Widow sem hún lék í kvikmyndinni Iron Man 2 frá árinu 2010 er hlutgerð. Johansson tjáir sig um þetta í viðtali við vefsíðuna Collider en þar segir hún: „Þegar ég horfi til baka var þetta mjög skemmtilegur tími og við áttum margar skemmtilegar stundir saman en karakterinn minn var mjög hlutgerður.“

Scarlett Johansson sem Black Widow hefur leikið stór hlutverk í sjö bíómyndum á vegum kvikmyndaframleiðandans Marvel og í næsta mánuði kemur út kvikmynd þar sem hún er aðalstjarnan. Scarlett Johansson talar einnig um að hafa þróast mikið á þessum 11 árum sem eru liðin síðan hún lék í Iron Man 2 en hún segir: „Í Iron Man 2 segir Tony Stark við Black Widow að hún sé kjötstykki og ég tók því sem hrósi og fannst það eðlilegt.“

Scarlett Johansson talar um að #metoo-bylgjan og hlutverk hennar sem móðir hafi breytt hugsunarhætti hennar en í dag er hún öruggari með sjálfa sig og segir: „Fólk nú til dags, ungar stelpur, er að fá jákvæðari skilaboð en áður hefur þekkst og það er ótrúlegt að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri þróun síðustu ár. Við erum að þróast og það er verulega töff.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.