Netflix tryggir sér sýningarrétt á heimildarmynd um Schumacher

Heimildarmynd um ökuþórinn Michael Schumacher kemur út 15. september hjá …
Heimildarmynd um ökuþórinn Michael Schumacher kemur út 15. september hjá streymisveitunni Netflix AFP

Streymisveitan Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á heimildarmyndinni Schumacher um þýska ökuþórinn Michael Schumacher. 

Í myndinni eru viðtöl við eiginkonu, föður og bróður Schumachers, einnig er rætt við fræga aksturskappa, þá Jean Todt, Bernie Ecclestone, Sebastian Vettel, Mika Häkkinen, Damon Hill, Flavio Briatore og David Coulthard.

Eftir frábæran feril sem Formúlu-1-ökumaður og af mörgum talinn einn besti kappakstursmaður allra tíma lenti Schumacher í hræðilegu skíðaslysi 2013 sem veldur heilaskemmdum sem hann hefur ekki náð sér af.

Schumacher vann 91 mót á ferli sínum í Formúlu 1 og sjö heimsmeistaratitla. Hinn breski Lewis Hamilton hefur sigrað á fleiri mótum, 98 talsins, en er í öðru sæti í fjölda heimsmeistaratitla með sex.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes