Netflix tryggir sér sýningarrétt á heimildarmynd um Schumacher

Heimildarmynd um ökuþórinn Michael Schumacher kemur út 15. september hjá …
Heimildarmynd um ökuþórinn Michael Schumacher kemur út 15. september hjá streymisveitunni Netflix AFP

Streymisveitan Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á heimildarmyndinni Schumacher um þýska ökuþórinn Michael Schumacher. 

Í myndinni eru viðtöl við eiginkonu, föður og bróður Schumachers, einnig er rætt við fræga aksturskappa, þá Jean Todt, Bernie Ecclestone, Sebastian Vettel, Mika Häkkinen, Damon Hill, Flavio Briatore og David Coulthard.

Eftir frábæran feril sem Formúlu-1-ökumaður og af mörgum talinn einn besti kappakstursmaður allra tíma lenti Schumacher í hræðilegu skíðaslysi 2013 sem veldur heilaskemmdum sem hann hefur ekki náð sér af.

Schumacher vann 91 mót á ferli sínum í Formúlu 1 og sjö heimsmeistaratitla. Hinn breski Lewis Hamilton hefur sigrað á fleiri mótum, 98 talsins, en er í öðru sæti í fjölda heimsmeistaratitla með sex.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.