Héldust í hendur í New York

Zoë Kravitz og Channing Tatum héldust í hendur í New …
Zoë Kravitz og Channing Tatum héldust í hendur í New York um helgina. Samsett mynd

Leikarinn Channing Tatum og leikkonan Zoë Kravitz kyntu enn undir orðróm um mögulegt ástarsamband sitt þegar þau sáust haldast í hendur á göngu í miðborg New York um helgina. Page Six greinir frá.

Tatum og Kravitz hafa sést reglulega saman undanfarna mánuði, þá oftast í New York. Þá hafa þau farið saman á hjóli niður göturnar og farið út að borða saman. 

Um helgina fóru þau saman í hádegismat og héldust í hendur. 

Þrálátur orðrómur hefur verið um mögulegt ástarsamband þeirra en hvorugt hefur staðfest nokkuð opinberlega. Þá mættu þau á Met Gala-kvöldið fyrr í haust, en komu ekki saman og voru ekki mynduð saman á rauða dreglinum. Þau eyddu þó tíma saman seinna um kvöldið en Tatum deildi mynd af þeim saman á samfélagsmiðlum.

Bæði eru einhleyp um þessar mundir en Kravitz skildi við leikstjórann Karl Glusman fyrr á þessu ári. Tatum var áður giftur Jennu Dewan, frá 2009 til 2019, og eiga þau eina dóttur saman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umræðuefnið sem þú bryddar upp á í vinnunni á eftir að hafa mikil áhrif á vinnuandann. Þú ert full/ur af hugmyndum og veist hreinlega ekki hvernig þú átt að koma þeim frá þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umræðuefnið sem þú bryddar upp á í vinnunni á eftir að hafa mikil áhrif á vinnuandann. Þú ert full/ur af hugmyndum og veist hreinlega ekki hvernig þú átt að koma þeim frá þér.