Trúlofaðist sinni heittelskuðu

Jillian Michaels er trúlofuð.
Jillian Michaels er trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Stjörnuþjálfarinn Jillian Michaels, opinberaði á Instagram að hún og kærasta hennar, hönnuðurinn DeShanna Marie Minuto, væru trúlofaðar. Jillian Michaels er þekktust fyrir frammistöðu sína sem þjálfari í þáttaröðunum Biggest Loser á árum áður en þættirnir voru fremur umdeildir á sínum tíma.

Þær Michaels og Minuto hafa átt í ástarsambandi síðan árið 2018 og nú fagna þær ástinni enn frekar með trúlofun sinni. 

„1153 dagar saman og hér koma þúsundir daga í viðbót. Hún sagði já!“ ritaði Jillian Michaels við myndafærsluna. 

Í samtali við fréttamiðilinn People sagðist Michaels hafa beðið Minuto um að giftast sér síðastliðinn laugardag við jákvæðar undirtektir hennar. Sagði hún trúlofunarhringinn vera einstakan þar sem hann var hannaður af fjölskylduvini þeirra sem er sérhæfður skartgripahönnuður hjá H&H skartgripaframleiðandanum í Miami. Hringinn prýðir sjö karata hringlaga demantur ásamt tveggja karata emerald slípuðum demöntum sitthvoru megin við stóra demantinn. Það er því ekki um neina smá smíði að ræða.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt, sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Reyndu að ýta áhyggjum frá þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt, sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Reyndu að ýta áhyggjum frá þér.