Viðurkennir að samsöngurinn hafi verið taktlaus

Gal Gadot.
Gal Gadot. AFP

Leikkonan Gal Gadot hefur viðurkennt að samsöngur hennar og fleiri stjarna úr Hollywood á laginu Imagine hafi verið léleg hugmynd. Í myndbandinu, sem hún birti í upphafi faraldursins árið 2020, sungu hún og fleiri stjörnur lagið Imagine eftir John Lennon. 

Á meðal stjarnanna voru Jamie Dornan, Kristen Wii og Will Ferrell. Átti myndbandið að vera hvatning til heimsbyggðarinnar á erfiðum tímum en svo fór að mikið var gert grín að myndbandinu. Þá voru stjörnurnar gagnrýndar fyrir að syngja úr sjálfskipaðri einangrun í glæsihýsum sínum á meðan margir áttu erfitt vegna heimsfaraldursins. 

Gadot, sem þekktust er fyrir að leika Wonder Woman, viðurkenndi í viðtal við InStyle á dögunum að myndbandið hafi ekki verið góð hugmynd. Hún segir að til að byrja með hafi hugmyndin þó komið frá góðum stað. 

„Ég sá alveg í hvað stefndi. En myndbandið var taktlaust. Þetta var ekki rétti tíminn, þetta var ekki það rétta í stöðunni. Þetta var smekklaust,“ sagði Gadot. 

Myndbandið hefur verið spilað yfir 20 milljón sinnum á Instagram síðan það kom út í mars 2020. 

View this post on Instagram

A post shared by Gal Gadot (@gal_gadot)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson