Hjartað í molum eftir fráfall eiginmannsins

Bob Saget og Kelly Rizzo.
Bob Saget og Kelly Rizzo. AFP

Fjölmiðlakonan Kelly Rizzo syrgir nú fráfall eiginmanns síns, leikarans Bob Saget. Í tilkynningu til fjölmiðla sagði Rizzo hjarta sitt vera mölbrotið en þakkaði fyrir fallegar kveðjur frá vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki hans og aðdáendum. 

Rizzo og Saget kynntust árið 2015 og gengu í hjónaband árið 2018. Saget fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton í Orlando í Flórída á sunnudag. Hann var 65 ára að aldri. 

„Þegar rétti tíminn kemur og þegar fréttirnar eru ekki eins nýjar, mun ég deila meiru af Bob með heiminum. Ég mun deila því hversu mikið ég elskaði hann, öll þau í kringum hann, aðdáendur og vinir skiptu hann miklu máli,“ sagði Rizzo í tilkynningu sinni. 

Saget, sem var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Full House, lætur einnig eftir sig þrjár uppkomnar dætur sem hann átti með fyrrverandi eiginkonu sinni Sherri Kramer.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.