Trump ýtti við henni

Maggie Gyllenhaal hefur gert sína fyrstu en ábyggilega ekki seinustu …
Maggie Gyllenhaal hefur gert sína fyrstu en ábyggilega ekki seinustu mynd. AFP

Kvikmyndin The Lost Daughter eftir Maggie Gyllenhaal er skilgreind sem sálfræðidrama og hefur fengið glimrandi dóma frá því að hún var frumsýnd á dögunum. Sagan er sögð ná heljartökum á áhorfandanum og sleppi ekki fyrr en löngu eftir að ljósin hafa verið kveikt. Þá hafa menn keppst við að hlaða leikarana lofi, ekki síst Oliviu Colman og Jessie Buckley, sem leika Ledu yngri og eldri, og Dakotu Johnson sem leikur ungu móðurina.

Handritið byggist á skáldsögu eftir hinn dularfulla rithöfund Elenu Ferrante sem Gyllenhhal hefur viðurkennt að hún viti ekkert meira um en við hin. Erum við að tala um hana, hann, hán? Það gildi í raun einu, aðalatriðið sé færni höfundarins til að segja tilfinningaþrungna og spennandi sögu og hafa djúpa samúð með persónum sínum.

Gyllenhaal ritaði Ferrante bréf, þar sem hún óskaði eftir leyfi til að vinna kvikmyndahandrit upp úr bókinni. Ferrante svaraði í opnu bréfi í breska blaðinu The Guardian, þar sem hún samþykkti beiðnina en með einu skilyrði – að Gyllenhaal leikstýrði sjálf. Breskir vinir Gyllenhaal, sem ráku augun í bréfið, létu hana vita að hún hefði fengið grænt ljós.

Dakota Johnson og Olivia Colman fara með aðalhlutverkin í The …
Dakota Johnson og Olivia Colman fara með aðalhlutverkin í The Lost Daughter.


Sorglegt að viðurkenna það

Þetta er fyrsta myndin sem Gyllenhaal, sem er 44 ára, skrifar handritið að og leikstýrir. Hún er þó enginn nýgræðingur í faginu; hefur leikið í fjölda kvikmynda og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í Crazy Heart árið 2009. Lengi vel hugleiddi hún þó ekki af neinni alvöru að skrifa sjálf og leikstýra kvikmynd enda þótt þörfin byggi undir niðri.

„Ég held að ég hafi ekki leyft mér að skoða þann möguleika,“ segir hún í viðtali við tímaritið Elle. „Það er sorglegt að viðurkenna það en mér fannst ég ekki hafa neinn rétt til að leikstýra þegar ég var yngri. Þegar ég var að vaxa úr grasi voru auðvitað nokkrar hugrakkar konur að leikstýra kvikmyndum en fyrir okkur flestar, sem höfðum áhuga á greininni og vorum sögumenn og konur, var einfaldast að segja: Ég er leikkona. Hugsandi leikkona. Leikkona með skoðanir.“

Lengi vel lét hún það duga en ólgan undir niðri varð ekki hamin. Vendipunkturinn hafði þó á endanum ekkert með leiklist að gera: Forsetakjör Donalds Trumps árið 2016.

„Það var ástæðan fyrir því að ég varð leikstjóri. Vikurnar tvær fyrir kosningarnar mátti hann segja hvað sem er, hversu viðurstyggilegt sem það var, eins og að þrífa í píkur, og afleiðingarnar voru nákvæmlega engar. Ekki nóg með það, hann var kjörinn forseti. Það vakti mig ekki bara pólitískt, heldur ekki síður tilfinningalega. Það fór að krauma í mér og ég hugsaði með mér: Hvað er það sem ég í raun og veru vil? Svo byrjaði ég að skrifa.“

Nánar er fjallað um The Lost Daughter í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.