Hinn fullkomni James Bond?

Leikarinn Miles Teller.
Leikarinn Miles Teller. AFP

Rithöfundurinn Leona Flowers, sem er amma leikarans Miles Teller bræðir nú öll hjörtu með nýrri herferð sinni á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún er staðráðin í því að barnabarn sitt sé hinn fullkomni leikari til að taka við hlutverki James Bond af leikaranum Daniel Craig. 

Flowers skrifaði fyrstu færslu sína á Twitter hinn 29. júní síðastliðinn og hefur hún vakið mikla athygli. 

„Þeir eru að leita að leikara í stað Daniel Craig fyrir 007 kvikmyndir í framtíðinni. Ég held að barnabarnið mitt, Miles Teller, hafi sannað að hann hefur allt sem þeir leita að,“ skrifaði hún. 

Nokkuð var um að fólk hefði áhyggjur af því að hann gæti ekki farið með breskt hlutverk þar sem hann væri frá Bandaríkjunum. Amma hans var ekki lengi að svara því, enda ákaflega stolt af barnabarni sínu og velgengni hans. 

Teller er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Fantastic Four, War Dogs og nýjustu Top Gun: Maverick sem hefur gert það gott um allan heim. 

Miles Teller ásamt Tom Cruise, meðleikara sínum í kvikmyndinni Top …
Miles Teller ásamt Tom Cruise, meðleikara sínum í kvikmyndinni Top Gun: Maverick. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist alltaf vera ánægður, alveg sama á hverju gengur. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist alltaf vera ánægður, alveg sama á hverju gengur. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.