Banamaður Hussle sakfelldur

Banamaður Nipsey Hussle hefur verið sakfelldur.
Banamaður Nipsey Hussle hefur verið sakfelldur. AFP

Karlmaðurinn sem varð rapparanum Nipsey Hussle að bana árið 2019 hefur verið sakfelldur fyrir morðið á rapparanum. Maðurinn heitir Eric Holder og er 32 ára. BBC greinir frá. 

Kviðdómur í Kaliforníu komst að sekt hans eftir sex klukkustunda umhugsunarfrest á miðvikudag. Hussle var skotinn fyrir utan fataverslun sína í Los Angeles vorið 2019. Stuttu áður höfðu þeir Holder og Hussle tekist á sem endaði með því að Holder skaut hann. 

Holder var einnig sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps, en hann hæfði tvo aðra menn og særði með byssu sinni.

Dómur verður kveðinn upp í september og þykir líklegt að hann verði dæmdur til lífstíðar í fangelsi fyrir brot sín. 

Holder og Hussle voru í sama gengi í Los Angeles og hafði viðurkennt að hafa áður reynt að myrða Hussle. 

Eftir andlát sitt hlaut Hussle BET verðlaun í flokki besta hiphop tónlistarmanns og hlaut einnig mannúðarverðlaun BET. Þá var einnig haldin samkoma til að fagna lífi Hussle sama ár og mættu 20 þúsund manns á viðburðinn. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minntist Hussle og sagði hann hafa skilið eftir sig magnaða arfleifð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson