Endurreisnarplata Beyoncé fær góða dóma

Endurreisnarplata Beyoncé hefur hlotið góða dóma.
Endurreisnarplata Beyoncé hefur hlotið góða dóma. Ljósmynd/Twitter/Beyoncé

Nýjasta plata bandarísku söngkonunnar Beyoncé Knowles, Renaissance, hlýtur fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá bresku fjölmiðlunum The Guardian og The Telegraph. Gagnrýnendur víða um heim eru sammála um að platan sé góð, en þó ekki besta verk söngkonunnar. 

Á plötunni eru 16 lög og segja má að hún sé ekta danstónlistarplata. Platan kom út í dag, föstudag, en henni var lekið á miðvikudaginn síðasta. Í bréfi á samfélagsmiðlum í nótt þakkaði Beyoncé aðdáendum sínum fyrir að hafa beðið með að hlusta á plötuna á útgáfudeginum. 

Sex ár eru síðan Beyoncé gaf út hefðbundna breiðskífu sem var tekin upp í stúdíói. Í færslu á heimasíðu sinni segir tónlistarkonan að hún hafi tekið hana upp á síðustu þremur árum á meðan heimsfaraldrinum stóð.Tíminn hafi staðið í stað en þá kom andinn yfir hana. 

„Á meðan ég bjó til þessa plötu skapaðist rými þar sem ég gat leyft mér að dreyma og fann fyrir öryggi þar á meðan ógnvænlegir hlutir gerðust í heiminum. Þar gat ég leyft mér að vera frjálsri og fara í ævintýri, á sama tíma og lítið annað gerðist í heiminum. Ætlun mín var að búa til öruggan stað, þar sem enginn yrði dæmdur,“ skrifar Beyoncé í bréfi sínu

Hefðbundin útgáfa?

Talsvert hefur verið fjallað um hversu hefðbundna leið söngkonan hefur farið í útgáfu plötunnar. Hún tilkynnti um komu hennar í byrjun sumars í hefðbundnu viðtali við tímarit, gaf út lagalistann og mynd af plötuumslaginu og það sem hefur komið á óvart, byrjaði á TikTok. Síðan kom platan út á streymisveitum á borð við Spotify og Tidal. 

Hefur þessi hefðbundna leið Beyoncé vakið athygli vegna þess hversu óhefðbundnar leiðir hún hefur farið undanfarin ár. Í raun gaf hún síðast út plötu á hefðbundinn máta þegar platan Four kom út árið 2011.

Næsta plata hennar var Beyoncé, sem kom út árið 2013 sem „sjónræn plata“ (e. visual album). Lemonade plata hennar vakti svo mikla athygli árið 2016, en hún var gefin út sem kvikmynd og stærri pakki sem var gefinn út með streymisveitunni Tidal sem er í eigu eiginmanns hennar Jay-Z. Síðan þá hefur hún gefið út tónlist með HBO, Disney og Netflix. Tveimur árum seinna kom hún svo loksins á Spotify þar sem fleiri gátu hlustað.

Það sem mætti þó flokka sem óhefðbundið við plötuna er að Beyoncé segir plötuna vera fyrsta hluta af þremur sem vænta má frá henni næstu mánuði.

Plötuumslagið fyrir Renaissance gaf Beyoncé út fyrr í sumar.
Plötuumslagið fyrir Renaissance gaf Beyoncé út fyrr í sumar. Skjáskot/Instagram

Spiluð á dansgólfum næstu árin

Í dómi The Telegraph segir að rauði þráðurinn í gegnum plötu Beyoncé sé að það sé ekki í boði að fokka í henni. Enn fremur segir gagnrýnandinn James Hall að í lögunum séu margar línur sem muni að öllum líkindum verða vinsælar á samfélagsmiðlum og taktar sem munu hljóma undir TikTok myndböndum næstu mánuði. 

Hall segir plötuna fjölbreytta og stóra, en á sama tíma sé hún innan ákveðins ramma. „Samt, þessi lög munu heyrast úr bílum, í heimapartíum, á hótelherbergjum og á dansgólfum næstu árin,“ segir Hall í niðurlagi dómsins.

Ekki hennar besta plata

Í dómi sínum á The Guardian segir Tara Joshi platan sé í raun ekki eins pólitísk og við mátti búast af Beyoncé. Á plötunni sé lag með titlinum America Has A Problem og margir hafi gert ráð fyrir að lagið yrði pólitísk ádeila. Svo sé í reynd ekki, en lagið heitir eftir plötu Kilo Ali. 

Joshi segir plötuna fagna einna helst menningu svartra frekar en að vera pólitísk ádeila „Renaissance nær því ekki að vera besta plata Beyoncé í fullri lengd, en hún uppfyllir þó markmið hennar um frelsi,“ skrifar Joshi. 

Tileinkuð samkynhneigðum móðurbróðir

Plötuna tileinkar Beyoncé móðurbróður sínum Jonny.  „Hann var guðmóðir mín og fyrsta manneskjan til að sýna mér tónlistina og menninguna sem veittu mér innblástur fyrir þessa plötu,“ skrifar Beyoncé um Jonny en hann var samkynhneigður. 

Til aðdáenda sinna skrifar Beyoncé að lokum: „Ég vona að þið njótið tónlistarinnar. Ég vona að hún veiti ykkur innblástur til að sleppa ykkur lausum. Ha! og láti ykkur líða eins og þið séuð einstök, sterk og jafn kynþokkafull og þið eruð.“

Af samfélagsmiðlum að dæma hefur platan fallið í kramið hjá aðdáendum hennar. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden