Vivienne Westwood er látin

Vivienne Westwood í París í mars á þessu ári.
Vivienne Westwood í París í mars á þessu ári. AFP/Julien de Rosa

Fatahönnuðurinn Vivienne Westwood er látin 81 árs að aldri. 

Í tísti fatamerkis Westwood segir að hún hafi látist í faðmi fjölskyldu seinnar í dag í Suður-Lundúnum. 

Westwood gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum með pönk og nýbylgjustíl sem leiddi til þess að hún klæddi stór nöfn í tískuheiminum. 

Hún er fædd í Bretlandi og starfaði sem grunnskólakennari áður en hún opnaði fatabúðina Let It Rock í Lundúnum á áttunda áratugnum ásamt stamstarfsaðila sínum, Malcolm McLaren.

Búðin var síðar nefnd Sex eftir að McLaren varð umboðsmaður hljómsveitarinnar Sex Pistols. 

Eiginmaður hennar og samstarfsaðili, Andreas Kronthaler sagði að Westwood yrði áfram í hjarta hans. 

„Við unnum saman allt fram á síðustu stundu og hún gaf mér nóg af hlutum til að halda áfram með.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með að einbeita þér vegna innri togstreitu. Tafir og ergelsi sem þú fannst nýverið fyrir heyra nú sögunni til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með að einbeita þér vegna innri togstreitu. Tafir og ergelsi sem þú fannst nýverið fyrir heyra nú sögunni til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden