Segir frændhygli ekki vera neitt stórmál

Kaia Gerber sér ekki hvert vandamálið við frændhygli er.
Kaia Gerber sér ekki hvert vandamálið við frændhygli er. Getty Images/AFP/Matt Winkelmeyer

Fyrirsætan Kaia Gerber, dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford og viðskiptajöfursins Rande Gerber, segir frændhygli í Hollywood ekki vera neitt stórmál. Sjálf er hún svokallað kúltúrbarn (e. nepobaby) og hefur notið mikillar velgengni sem fyrirsæta og einnig sem leikkona.

„Enginn listamaður er að fara fórna sýn sinni á verkefnið fyrir einhvern krakka. Það er ekki þannig sem list er gerð, og það sem ég hef áhuga á er list,“ sagði Gerberg í viðtali við tímaritið Elle á dögnum.

„Jú, frændhyglin er útbreidd, en ég held að ef hún væri raunverulega eins og fólk telur hana vera, þá myndum við sjá miklu meira af henni,“ sagði Gerber sem nýlega færði sig úr fyrirsætubransanum og reyndi fyrir sér í leiklistinni.

Foreldrar Kaiu Gerber eru Cindy Crawford og Rande Gerber.
Foreldrar Kaiu Gerber eru Cindy Crawford og Rande Gerber. AFP

Frændhygli og kúltúrbörn hafa mikið verið í umræðunni í Bandaríkjunum sem og hér undanfarna mánuði. Á meðal þekktra kúltúrbarna í Hollywood eru til dæmis Emma Roberts, Riley Keough, Billie Lourd, Carrie Fischer, Ben Stiller, Jaden Smith, Dan Lecy, Dakota Johnson, Colin Hanks og Ansel Elgort.

Hin 21 árs gamla Gerber tekur ekki fyrir það að hún njóti ákveðinna forréttinda vegna foreldra sinna, en segir það frekar gefa henni tækifæri á að læra af þeim. „Mamma grínast alltaf með að ef hún gæti hringt í Chanel og skipulagt tökur, þá væri það fyrir hana sjálfa, ekki mig,“ sagði Gerber. „Ég er líka búin að kynnast frábæru fólki í gegnum mömmu sem ég fæ nú að vinna með,“ bætti Gerber við.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maki þinn eða börn reyna á þolinmæði þína í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maki þinn eða börn reyna á þolinmæði þína í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin