Avatar hefur skilað 300 milljörðum króna í miðasölu

James Cameron nýtur fádæma velgengni.
James Cameron nýtur fádæma velgengni. AFP/Kevin Winter

Avatar: They Way of Water er orðin fjórða vinsælasta myndin frá upphafi í kvikmyndahúsum heimsins. 

Myndin hefur verið sú vinsælasta í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum sjö vikur í röð og nú um helgina halaði hún inn nærri 16 milljónum dollara í miðasölunni. 

Á heildina litið hefur miðasala í kvikmyndahúsum um heim allan skilað 2,1 milljarði dollara eða um 300 milljörðum íslenskra króna. Myndin nýtur til að mynda mikilla vinsælda í Kína. 

Fyrri Avatar myndin sem kom út árið 2009 er sú mynd sem hefur skilað mestum tekjum í miðasölu á heimsvísu. Þá kemur Avengers: Endgame, Titanic og nú Avatar: The Way of Water.

Athyglisvert er að leikstjórinn James Cameron kemur við sögu í þremur þessara fjögurra mynda.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin