Framhjáhald tveimur mánuðum eftir trúlofunina

Knattspyrnumaðurinn Sebastian Lletget og unnusta hans, söngkonan Becky G.
Knattspyrnumaðurinn Sebastian Lletget og unnusta hans, söngkonan Becky G. AMY SUSSMAN

Knattspyrnumaðurinn Sebastian Lletget hefur verið sakaður um framhjáhald í febrúar síðastliðnum, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann fór á skeljarnar og bað söngkonunnar Becky G.

Ásakanirnar komu frá nafnlausum Instagram-reikning sem birti röð myndskeiða af Lledget á djamminu í Madríd á Spáni í febrúar síðastliðnum að því er fram kemur á vef Page Six.  

„Sebastian hélt framhjá þér í febrúar og ég hef allar sannanir. Ég get sent þér þær í einkaskilaboðum. Margir fjölmiðlar hafa haft samband við mig og ég mun ekki þegja,“ kom fram á Instagram-reikningnum. 

Segist hafa tekið slæmar ákvarðanir

Lletget hefur nú stigið fram og játað að hafa tekið „slæmar ákvarðanir“ þó hann neiti því að hafa verið ótrúr. Þá segist hann hafa dansað á mörkum lína sem ætti aldrei að fara yfir, en atvikið hafi valdið vitundavakningu hjá honum. 

Knattspyrnumaðurinn bætti við að hann hafi verið að fela persónuleg áföll og mikinn kvíða allan sinn feril og að atvikið hafi hvatt hann til að leita sér hjálpar. Hann lauk færslunni með afsökunarbeiðni til unnustu sinnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir hnökrar koma upp í fjármálunum og það kostar þolinmæði og tíma að greiða úr þeim. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum til þess að áætlanir þínar standist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir hnökrar koma upp í fjármálunum og það kostar þolinmæði og tíma að greiða úr þeim. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum til þess að áætlanir þínar standist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir