Hugh Grant í mál við Sun

Breski leikarinn Hugh Grant hefur fengið leyfi til þess að …
Breski leikarinn Hugh Grant hefur fengið leyfi til þess að fara í mál gegn útgefanda breska blaðsins Sun. AFP/Christophe Archambault

Breski leikarinn Hugh Grant hefur fengið úr því skorið fyrir dómstólum í Bretlandi að hann megi höfða málssókn gegn útgefanda breska dagblaðsins Sun, News Group Newspaper (NGN).

Grant höfðar mál gegn NGN vegna ólöglegrar öflunar á gögnum. Segir hann blaðamann Sun og einkaspæjara hafa aflað upplýsinga um hann á ólöglegan hátt árið 2021 en ekki var ljóst hvort Grant mætti höfða málið. 

NGN neitar ásökunum leikarans og kröfðust lögmenn útgefandans að málinu yrði vísað frá dómstólum á grundvelli þess að málið væri fyrnt. 

Dómari komst hins vega að því að Grant megi höfða málið, hann geti bara ekki notað gögn sem eiga að sýna að NGN hafi hlerað síma hans. 

Í tilkynningu frá Grant segir að hann sé ánægður með að mega höfða málið. Það sé nauðsynlegt að sannleikurinn um gagnaöflun Sun komi í ljós. 

„Svo það sé á hreinu, þá snúast ásakanir mínar um mun alvarlegra athæfi en símahleranir,“ sagði Grant. 

Ráðgert er að málið fari fyrir dómstóla í janúar 2024.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler