Raddir að handan ljós í lífi Herberts

Það er óhætt að segja að söngvarinn og tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hafi marga fjöruna sopið í gegnum tíðina og oftar en ekki gengið lífsins veg með storminn í fangið. Herbert var gestur í Dagmálum á dögunum þar sem hann ræddi um lífið og tilveruna með einlægum hætti og hvernig honum hefur tekist að snúa mótvindum lífsins upp í farsæld og blessun.

„Allt í einu stend ég bara uppi allslaus á miðri ævi. Konan farin, húsið farið og ég gjaldþrota,“ minntist hann og skírskotaði í þær aðstæður sem hann var staddur í eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti vegna þakviðgerða á raðhúsalengju sem Herbert og fjölskylda bjuggu í á þeim tíma og voru eigendur af einu húsi í lengjunni.

Herbert sagði það hafa verið afar erfiða upplifun að fara í gegnum skilnað og missa alla lífsafkomuna á sama tíma. Það hafi þó allt breyst þegar óútskýranleg rödd að handan stappaði í hann stálinu og gaf honum von um betri tíma.

„Þá heyri ég rödd innra með mér sem segir: „þú munt fara hærra“ og ekkert meira,“ lýsti hann andlegri reynslu sinni sem svo sannarlega átti eftir að hafa áhrif á fjárhagsstöðu og velgengni hans en Herbert hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar bænasvari, líkt og hann kýs að kalla það.

Smelltu hér til að horfa eða hlusta á viðtalið við Herbert í heild sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg