Idol-stjarna frumflytur nýtt lag á Idol-sviðinu

Saga Matthildur stígur á svið hinn 19. janúar næstkomandi.
Saga Matthildur stígur á svið hinn 19. janúar næstkomandi. Samsett mynd

Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir, sem íslenskir Idol-aðdáendur kannast án efa við, er um þessar mundir að gefa út sína fyrstu smáskífu, Hvaða sögu viltu fá? 

Saga Matthildur heillaði landann með blæbrigðaríkri rödd sinni og stóð uppi sem sigurvegari hæfileikakeppninnar á síðasta ári. Söngkonan mun nú stíga aftur á Idol-sviðið en Saga Matthildur frumflytur lag sitt í beinni útsendingu hinn 19. janúar næstkomandi. 

„Ég vona að allir geti fundið sig í laginu, en það er auðvelt að tengja við það. Flest finnum við okkur í stöðugri baráttu við það sem er í gangi í hausnum á okkur, hver þú átt að vera og álit fólks á því öllu saman, eða eins og ég segi í laginu, þetta eru bara hugmyndir mínar um hugmyndir þínar,“ er haft eftir Sögu Matthildi í tilkynningu.

Unga sönkonan samdi lagið ásamt Inga Bauer, en það er framleitt og útsett af Halldóri Gunnari Pálssyni. 

„Það hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt að vinna með Sögu Matthildi að þessu lagi. Þetta er mjög kraftmikið lag með fallegan boðskap og sýnir vel hennar styrk, bæði sem söngkona og lagahöfundur. Það hefur verið heiður fyrir mig að fá að taka þátt í þessu ferðalagi með henni, sem er rétt að byrja,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, upptökustjóri og Fjallabróðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson