Scorsese skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna

Martin Scorsese.
Martin Scorsese. AFP

Leikstjórinn Martin Scorsese skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna í gær þegar hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir leikstjórn sína í kvikmyndinni Killers of the Flower Moon með Leonardo DiCaprio, Lily Gladstone og Robert De Niro í aðalhlutverkum.

Er þetta tíunda tilnefning Scorsese fyrir bestu leikstjórn á hátíðinni og með henni varð hann sá núlifandi leikstjóri sem hlotið hefur flestar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Scorsese fékk sína fyrstu tilnefningu árið 1980 fyrir kvikmyndina Raging Bull.

Þar til í gær var hinn 81 árs gamli leikstjóri með jafnmargar tilnefningar og leikstjórinn Steven Spielberg, en báðir státuðu þeir sig af níu tilnefningum í flokknum. Spielberg hefur tvívegis hlotið Óskarinn fyrir leikstjórn, en hann hreppti verðlaunin árið 1994 fyrir kvikmyndina Schindler's List og aftur fimm árum seinna fyrir Saving Private Ryan. Scorsese hefur einu sinni hlotið Óskarinn fyrir bestu leikstjórn en það var árið 2006 fyrir The Departed, það er því spurning hvort að Scorsese jafni skorið við kollega sinn í ár. 

Leikstjórinn William Wyler er sá eini sem hlotið hefur fleiri tilnefningar fyrir bestu leikstjórn en hann var tilnefndur 12 sinnum á ferli sínum. Hann vann meðal annars fyrir stórmyndina Ben-Hur árið 1959. Wyler lést árið 1981, 79 ára að aldri. 

Oppenheimer talin sigurstranglegust

Kvik­mynd­in Opp­en­heimer í leik­stjórn Christoph­er Nol­an hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar eða alls 13 tals­ins. Nolan er sagður líklegastur til að hreppa hnossið fyrir leikstjórn en fimm hæfileikaríkir leikstjórar eru tilnefndir.

Ásamt þeim Scorsese og Nolan eru þau Justine Triet (Anatomy of a Fall), Yorgos Lanthimos (Poor Things) og Jonathan Glazer (The Zone of Interest) einnig tilnefnd. Það kom mörgum á óvart að Greta Gerwig, leikstjóri hinnar umtöluðu Barbie, hlaut ekki tilnefningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson