Gosling líkt við Marilyn Monroe

Atriði beggja eru ógleymanleg!
Atriði beggja eru ógleymanleg! Samsett mynd

Óskarsverðlaunin eru nýafstaðin og eru flestir sammála um að söngatriði Ryan Gosling hafi verið hápunktur hátíðarinnar. Kanadíski leikarinn flutti lagið I’m Just Ken úr kvikmyndinni Barbie og sló algjörlega í gegn, bæði hjá gestum og þeim sem heima sátu.

Þegar Gosling lauk flutningi sínum varð allt vitlaust á samfélagsmiðlum, en netverjar kepptust við að hrósa leikaranum og öllum sem áttu þátt í að skapa þetta eftirminnilega atriði.

Var Gosling að heiðra minningu Marilyn Monroe?

Margir netverjar hafa líkt atriðinu við eina frægustu kvikmyndasenu allra tíma, dans- og söngatriði hinnar goðsagnakenndu Marilyn Monroe, Diamonds Are A Girl’s Best Friend, úr kvikmyndinni Gentlemen Prefer Blondes frá árinu 1953.

Fjölmargir hafa bent á líkindi atriðanna. Gosling klæddist demantsskreyttum Barbie-bleikum jakkafötum og var með bleika hanska á höndunum, alls ekki ólíkt því sem leikkonan klæddist.

Monroe, sem lést árið 1962, klæddist bleikum síðkjól í söng- og dansatriðinu og var einnig með bleika hanska og skreytt glitrandi demöntum.

Dansararnir sem dönsuðu við hlið Gosling virðast klæddir í föt sem vísa til hinnar 71 árs gömlu kvikmyndasenu, en allir eru þeir klæddir dökkum jakkafötum, vestum og með ljósar slaufur og bleika borða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson