„Ég kem með sigurinn heim“

Frá verðlaunaafhendingunni í Berlín í kvöld.
Frá verðlaunaafhendingunni í Berlín í kvöld. Ljósmynd/Signý Leifsdóttir

„Ég er nú bara að átta mig á þessu sjálfur,“ segir Eðvarð Egilsson tónskáld sem rétt í þessu hlaut Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin Hörpu við athöfn í Berlín í Þýskalandi. Hlaut Eðvarð, sem nú var tilnefndur annað árið í röð, verðlaunin fyrir tónlist sína við eistnesku kvikmyndina Smoke Sauna Sisterhood í leikstjórn Eistans Önnu Hints eins og mbl.is fjallaði um í gær.

„Þetta hafa verið þvílíkt skemmtilegir dagar hérna í Berlín og mitt þakklæti fer til hátíðarinnar hérna og Íslensku kvikmyndamiðstöðvarinnar og auðvitað teymisins á bak við þessa mynd. Ég er bara mjög þakklátur og þetta er mikill heiður. Ég hlakka til að halda vinnunni áfram og samtalinu og ég óska öllum tilnefndum til hamingju og ég kem með sigurinn heim,“ segir Eðvarð við mbl.is frá verðlaunaathöfninni í þýsku höfuðborginni.

Eðvarð hampar verðlaununum í Berlín ásamt eistneska leikstjóranum Önnu Hints.
Eðvarð hampar verðlaununum í Berlín ásamt eistneska leikstjóranum Önnu Hints. Ljósmynd/Signý Leifsdóttir

Spurður út í verkefnin fram undan segir Eðvarð þau einkum vera tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar. „Þetta er það sem heillar mig mjög mikið, tónlistin lifir áfram og ég hlakka bara til að finna næstu verkefni,“ segir Eðvarð Egilsson, tónskáld og nýbakaður handhafi Hörpuverðlaunanna sem veitt eru norrænum kvikmyndatónskáldum.

Eðvarð Egilsson kemur með sigurinn heim eins og hann orðar …
Eðvarð Egilsson kemur með sigurinn heim eins og hann orðar það við mbl.is. Ljósmynd/Signý Leifsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir