Tóku andköf af hrifningu yfir grípandi ástarsögu

Colman Domingo.
Colman Domingo. AFP

Bandaríski leikarinn Colman Domingo var gestur í spjallþætti Graham Norton, The Graham Norton Show, nú á dögunum. Leikarinn heillaði Norton, áhorfendur í sal og þá sem heima sátu þegar hann sagði frá því hvernig hann kynntist eiginmanni sínum, en það er svo sannarlega grípandi og minnisstæð ástarsaga. 

Domingo, 54 ára, tyllti sér í rauða sófann í sjónvarpssetti Norton ásamt öðrum þekktum einstaklingum úr skemmtanaiðnaðinum. Domingo var mættur til að ræða hlutverk sitt í kvikmyndinni Rustin. Leikarinn er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Bayard Rustin, einum þekktasta baráttumanni fyrir réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum. 

Eftir dágóðar kvikmyndaumræður spurði Norton leikarann út í samband hans og Raúl Aktanov, en hjónin hafa verið saman frá árinu 2005. Ástarsaga þeirra hófst með augnaráði. 

„Ég er vonlaus rómantíkus“

Ástarsaga hjónanna hljómar eins og söguþráður úr rómantískri gamanmynd. „Ég var að versla í Walgreens eitt sunnudagskvöldið og er að yfirgefa verslunina þegar ég mæti manni. Augu okkar mættust,“ sagði Domingo í fyrstu. „Hann var þar ásamt vini sínum, en horfði stöðugt á mig. Ég vissi ekki, hvað ég átti að halda. Ég veifaði, en hann fór leiðar sinnar.“ 

Í framhaldi fór Domingo inn í Blockbusters-vídeóleigu stutt frá versluninni til að vita hvað klukkan væri. „Ég var nefnilega að pæla að kíkja aftur í Walgreens viku seinna og athuga hvort hann væri nokkuð að versla, svona sami dagur, sami tími. Hvað get ég sagt, ég er vonlaus rómantíkus,“ bætti hann við. 

Rakst á auglýsingu á Craigslist

Þremur dögum síðar var Domingo í tölvunni að renna yfir auglýsingar á Craigslist þegar hann ákveður að búa til og birta auglýsingu þar sem hann lýsir eftir manninum. „Ég bjó til auglýsingu, svona „missed connection“, en það ótrúlegasta er að hann gerði nákvæmlega það sama. Ég rakst á auglýsingu sem Aktanov hafði birt á Craigslist aðeins tveimur klukkustundum áður,“ sagði leikarinn. 

„Auglýsingin hans lýsti mér vel, ég var með hanakamb, þetta var árið 2005. Við enduðum á að hittast þremur dögum eftir þetta og áttum okkar fyrsta stefnumót,“ sagði Domingo á meðan nærstaddir tóku andköf af hrifningu. „Ég sagði við hann: „Ég held að ég elski þig og að þú sért einhver sem eigir eftir að breyta lífi mínu“. Við höfum verið saman í 19 ár.“ 




 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson