Ísland klifrar ofar í veðbönkum

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Malmö í maí.
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Malmö í maí.

Ísland situr nú í fimmta sæti í veðbönkum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og fer þar með ofar um eitt sæti frá því í morgun.

Úkraína situr enn í toppsætinu, Ítalía er í öðru sæti og Króatía í því þriðja, samkvæmt vef EurovisionWorld sem safnar saman vinningslíkum hjá hinum ýmsu veðbönkum.

Í fjórða sæti situr Belgía.

Ísland rauk upp í veðbönkum í síðasta mánuði og var spáð sigri í nokkra daga þegar ljóst varð að Palestínumaðurinn Bashar Murad yrði á meðal þátttakenda í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Hera Björk, Bashar Murad og Sigga Ózk komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í gærkvöldi. Hljómsveitin VÆB og Aníta Rós Þorsteinsdóttir komust áfram í úrslit fyrir viku síðan.

Úrslit Söngvakeppninnar verða haldin í Laugardalshöll 2. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir