Gary Sinise syrgir son sinn

McCanna „Mac“ Sinise lést aðeins 33 ára gamall.
McCanna „Mac“ Sinise lést aðeins 33 ára gamall. Samsett mynd

Sonur bandaríska leikarans Gary Sinise er látinn. Hann var 33 ára gamall. 

Sinise, sem margir þekkja úr kvikmyndum á við Forrest Gump, The Green Mile og Apollo 13, greindi frá andlátinu á heimasíðu samtaka sinna, Gary Sinise Foundation. Þar birti leikarinn einlæg kveðjuorð og minntist sonar síns, McCanna „Mac“ Sinise. 

„Eins og flestar fjölskyldur sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér, þá erum við gjörsamlega niðurbrotin af sársauka. það er ótrúlega sárt fyrir foreldra að missa barn. Ég samhryggist öllum sem hafa upplifað slíkan missi,“ skrifaði leikarinn meðal annars. 

Sinise greindi frá því að McCanna hefði látist þann 5. janúar síðastliðinn eftir tæplega sex ára baráttu við afar sjaldgæft krabbamein, chordoma. Leikarinn sagði einnig frá því að McCanna hefði greinst aðeins örfáum mánuðum á eftir eiginkonu sinni, Moiru Harris. Hún greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein sama ár og McCanna. Harris er núna laus við krabbamein. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir