Á rómantísku stefnumóti í New York-borg

Er þetta nýjasta parið?
Er þetta nýjasta parið? Samsett mynd

Real Housewives of New York-stjarnan Luann de Lesseps sást á stefnumóti með franska bankamanninum og hálfbróður fyrrverandi Frakklandsforseta, Olivier Sarkozy. Þau sáust yfirgefa franska veitingastaðinn Le Bilboquet, sem er staðsettur á efri hluta Manhattan, á mánudag.

Myndir náðust af parinu stuttu eftir að þau yfirgáfu veitingastaðinn, en að sögn heimildarmanns Daily Mail þá vörðu Sarkozy og Lesseps góðum tíma inni á staðnum áður en þau tóku góðan göngutúr um hverfið.

Í leit að ástinni

Real Housewives of New York-stjarnan kom fram í spjallþættinum Tamron Hall Show í byrjun febrúarmánaðar. Þar sagðist hún vera í leit að elskhuga sem væri í kringum fertugt. Hún útskýrði að sá aldur hentaði henni best í svefnherberginu. Sarkozy er 54 ára gamall, fjórum árum yngri en Lesseps, sem er 58 ára gömul. 

Þegar Lesseps lék frum­raun sína í Real Hou­sewi­ves of New York var hún gift Al­ex­andre de Lesseps og áttu þau tvö börn sam­an. Hann sótti hins veg­ar um skilnað við raun­veru­leika­stjörn­una árið 2009 eft­ir 16 ára hjóna­band. 

Skilnaður­inn kom Lesseps í opna skjöldu og var hún í mikl­um sár­um þar til hún kynnt­ist Jacqu­es Azoulay og varð ást­fang­in á ný. Þau voru sam­an í fjög­ur ár áður en þau fóru hvort í sína átt­ina árið 2013. Stuttu síðar féll hún svo fyr­ir Tom D'Agost­ino, en þau gengu í hjóna­band árið 2016 aðeins til að skilja sjö mánuðum síðar. 

Sarkozy er tvískilinn. Hann var giftur Charlotte Bernard í 14 ár. Stuttu eftir skilnaðinn byrjaði hann með fyrrverandi barnastjörnunni Mary-Kate Olsen, sem er 17 árum yngri en hann. Parið gekk í hjónaband árið 2015 en skildi fimm árum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson