Birta fyrstu opinberu myndina eftir aðgerð

Katrín prinsessa ásamt börnum sínum.
Katrín prinsessa ásamt börnum sínum. Ljósmynd/Vilhjálmur prins

Kensingtonhöll hefur birt fyrstu opinberu myndina af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún gekkst undir aðgerð á kviðarholi fyrir tæpum tveimur mánuðum.

Myndin var tekin af Vilhjálmi prins fyrr í vikunni og á henni má sjá Katrínu prinsessu ásamt þremur börnum þeirra, Georg, Karlottu og Lúðvík.

Hin 42 ára prinsessa hefur verið að jafna sig eftir aðgerðina á heimili þeirra í Windsor, vestur af Lundúnum, frá því að hún yfirgaf sjúkrahúsið 29. janúar.

„Þakka ykkur fyrir vinalegar kveðjur og áframhaldandi stuðning síðustu tvo mánuði,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav