Pierce Brosnan játar sök og greiðir sekt

Fyrir tveimur mánuðum hafði hann neitað sök í málinu þegar …
Fyrir tveimur mánuðum hafði hann neitað sök í málinu þegar hann var sektaður af Wyoming-ríki. AFP/Getty Images/Leon Bennett

Pierce Brosnan hefur játað sök og gengst nú við því að hafa gengið of nálægt viðkvæmum hverum í lokuðum hluta Yellowstone-þjóðgarðsins. Fyrir tveimur mánuðum hafði hann neitað sök í málinu þegar hann var sektaður af Wyoming-ríki.

Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Dómari í Wyoming-ríki hefur nú skipað honum að greiða sekt sem hljóðar upp á 1.500 dollara, eða rétt rúmlega 200 þúsund krónur. Sektin verður greidd til félags sem sér um að varðveita þjóðgarðinn.

Seinni sektin felld niður

Svæðið sem um ræðir er Mammoth Terraces og er bannað að ganga of nálægt hverunum. Pierce fékk upphaflega tvær sektir fyrir að ganga á svæði sem var bannað að ganga á og fyrir að hafa hunsað aðvörunarskilti.

Seinni sektin var felld niður gegn því að hann játaði að greiða fyrri sektina.

Mynd af Brosnan í Yellowstone var birt á Instagram-reikningi þar sem hæðst var að svokölluðum „tourons“ (fávitar í ferðamennsku). Myndin virtist sýna Brosnan með sólgleraugu og hatt upp við hverinn.

Þegar brotið var framið hafði Brosnan búið á svæðinu við tökur á nýrri kvikmynd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir