„Sennilega besti samstarfsaðili sem við gátum hugsað okkur“

Ný íslensk þáttaröð er væntanleg.
Ný íslensk þáttaröð er væntanleg. Ljósmynd/Aðsend

Hin virta fransk-þýska sjónvarpsstöð ARTE hefur gert samning um framleiðslu og sýningu á glænýrri íslenskri þáttaröð sem ber titilinn Reykjavík Fusion. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur haft verkefnið í smíðum síðastliðið ár og mun framleiða þáttaröðina í samstarfi við ARTE. Sjónvarpsstöðin, sem er með þeim virtustu í Evrópu og helguð menningu, tilkynnti um samstarfið á sjónvarpshátíðinni Series Mania á dögunum. 

„Það er mér sönn ánægja og heiður að fá jafn virtan og reyndan samstarfsaðila og ARTE um borð í fyrsta verkefnið okkar hjá ACT4. Teymið okkar hefur lagt hjarta og sál í þetta verkefni sem verður um margt einstakt í íslenskri sjónvarpsflóru og það eru forréttindi að fá að sýna Evrópu það á miðlum ARTE,“ segir Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri ACT4.

Jónas Margeir Ingólfsson.
Jónas Margeir Ingólfsson. Ljósmynd/Aðsend

Þáttaröð af bestu gerð

Þáttaröðin verður alíslensk og segir frá matreiðslumeistara sem reynir að koma lífi sínu og tilveru á réttan kjöl og vinna traust fjölskyldu sinnar eftir fangelsisvist. Hugmyndasmiður þáttanna er Hörður Rúnarsson og skrifar hann Reykjavík Fusion ásamt handritshöfundinum Birki Blæ Ingólfssyni. 

„Við erum búnir að vera að vinna í þessu síðastliðið rúmt ár,“ segir Birkir Blær. „Allan þann tíma höfum við átt í samræðum við mögulega erlenda samstarfsaðila til að taka þátt í verkefninu og gera það með okkur svo að lokaútkoman verði sem best,“ útskýrir hann frekar. „Þegar ARTE sýndi verkefninu áhuga þá vorum við himinlifandi enda sennilega besti samstarfsaðili sem við gátum hugsað okkur.“

Birkir Blær Ingólfsson.
Birkir Blær Ingólfsson. Ljósmynd/Aðsend

Hvaða áhrif hefur samstarfið á verkefnið?

„Þetta þýðir í rauninni bara að við getum gert þetta af fullri alvöru svo að gæðinn verði eins og best gerist í Evrópu og víðar. Og svo vonandi og væntanlega - því línulega sjónvarpsstöðin og streymisveita ARTE hefur svo rosalega marga áhorfendur - að þáttaröðin beri hróður fyrirtækisins okkar víða. Vonandi verður þetta til þess að við getum gert fleiri vönduð verkefni í framtíðinni.“

Tökur á Reykjavík Fusion hefjast síðsumar í ár, 2024. ARTE hefur keypt sýningarrétt á þýsku- og frönskumælandi svæðum. Hérlendis verða þættirnir sýndir á Stöð 2. Alþjóðleg dreifing er í höndum félagsins Wild Sheep Content. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson